Fréttir

Samstarf um þróun geitakjötsrétta

17.04.2019

Matarauður Íslands,  Geitfjárræktarfélag Íslands og Matís hafa unnið saman að verkefni þar sem tilgangurinn er að bæta geitakjötsmat og efla þekkingu kjötvinnslumanna á vinnslu geitakjöts. Hvoru tveggja skilar auknum verðmætum. Verkefnið er einnig unnið í samvinnu við Hótel- og matvælaskólann og landsliðið í kjötiðnaði og var sérlega gaman að heyra hvað kjötiðnaðarmenn, matreiðslumeistarar og nemendur voru ánægðir að fá að spreyta sig á geitinni sem hráefni.Sjá meira hér 

Deila grein

Fleiri fréttir