Sigrún Helga Indriðadóttir

Stórhóll er í Skagafirði í Lýtingsstaðhreppi hinum forna. Við höfum haldið geitur síðan 2012. Stofninn hefur vaxið jafnt og þétt , en geitur eru skemmtilegar og miklar „persónur“ og ótrúlega ólíkar sauðfé. Þar sem geitur eru haldnar verða alltaf til skemmtilegar sögur.
Á Stórhól er lítil búð Rúnalist Gallerí, þar eru seldar Beint frá Býli afðurðir býlisins, matarhandverk, nytjahandverk og listhandverk. Við bjóðum upp á geitafiðu, geitastökur og minjagripi úr stökum í bland við annað hráefni.

Geitafiða (kasmír)

Geitafiða; band og handstúkur

Lyklakippur úr stökum
Í geitakjöti bjóðum við eftirfarandi:
Kiðlingalæri, kiðlingahryggi ¼ og ½ með og án krydds og kiðlingakótilettur
Úrbeinaða kiðlingabóga (uppskrift fylgir), fyllta kiðlingabóga
Tvíreykt kiðlingalæri, reykt kiðlingalæri, úrbeinaða reykta kiðlingabóga, reykta kiðlingarúllupylsu, kiðlingakæfu.
Hafra Havarti; ostafylltur geitaborgari, Geitabiti; grafið geitfjárlæri og Huðnubiti; léttreykt og grafið geitfjárfille.
Vörurnar eru handunnar í litlu upplagi og því ekki tryggt að þær séu alltaf til.
Allt kjöt hefur fengið að meyrna í a.m.k. viku og telst fullmeyrnað. Við vinnum allt kjötið sjálf í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd.

Geitasteik tilbúin í ofninn.

Kiðlingakjöt.
Fylgist með á fb. Rúnalist Gallerí – Stórhól og i. runalist
-
Vefsíða:
www.www.runalist.is -
Netfang:
runalist@runalist.is -
Sími:
8232441 -
Staðsetning:
Sjá á korti