Ræktandi

Sif Matthíasdóttir

Íslenska Geitin - Um Félagið

Í Hrísakoti, Helgafellssveit, býr Sif Matthíasdóttir ásamt Jörundi Svavarssyni, manni sínum. Þau stunda geita- og hrossarækt, auk þess sem veitingaaðstaða og vottuð kjötvinnsla er á staðnum og rekin undir nafninu Hrísafell.

Áhersla er lögð á að framleiða margvíslegar geitaafurðir.

Kiðlingakjötið er selt sem heil eða úrbeinuð læri, sem lærissneiðar sem gott er að setja beint á grillið og hryggi í heilu eða sem kótilettur,

Geitakjötið er einnig unnið á margvíslegan hátt, t.d. grafið og reykt, eða unnið í kjötbollur, pulsur og pottrétti. Á búinu er einnig framleiddar kæfur, geitalifrarkæfa sem og geitakæfa.

Fiðu (kasmírull) er safnað af geitunum og unnið band úr henni. Einnig eru seldar stökur af geitunum.

 

 

Fleiri ræktendur