Fréttir

Hafraskrá 2015 og sæðingar

5.10.2015

Hafraskráin 2015 er komin á heimasíðuna og nú er lag að velja einhvern myndarlegan hafur til að rækta undan. Eindregið er hvatt til þess að geitabændur notfæri sér þennan möguleika til að minnka og koma í veg fyrir einrækt innan geitstofnsins íslenska. Vanda skal valið og reyna að fá sæði úr höfrum sem er minnst skyldir geitunum á bænum.  Sæðið er ókeypis en einhver kostnaður er við flutning á sæði og köfnunarefnið. Hafið samband við ykkar sæðingarmann svo sá geti undirbúið sæðinguna því ekki er geit kind og einhver munur á hvernig skal sæða. Upplýsingar veita stjórnarmenn GFRÍ.

Deila grein

Fleiri fréttir