Fréttir

Fyrirmyndargeit lýst árið 1932

21.04.2015

Danski dýralæknirinn O.P.Pyndt lýsir fyrirmyndargeit þannig árið 1932:

„Hæðin jöfn á herðakamb og malir,hryggurinn beinn og breiður, höfuðið langdregið og kjálkarnir sterkir,kollóttar fremur en hyrndar, eyrun mjó ogfínhærð, augun skær og svipmikil, brjóstholið rúmt og kviðurinn mikill,malir breiðar eða lítið lækkandi aftur á tortu, fæturnir sterkir og gleittmilli afturfóta, svo júgurstæði verði gott. Júgrið á að vera hálfkúlumyndað og falla vel við kviðinn, þrymla- og bólguberjalaust,spenar mjúkir átöku og ekki mjög langir. Húðin sé þunn, mjúk og laus“

Heimild: Um geitfé, O.P.Pyndt, Búnaðaritið 1932

Birna K. Baldursdóttir

Deila grein

Fleiri fréttir