Fréttir

Fyrirlestur á Landbúnaðarháskóla Íslands; Hvanneyri 3. nóvember 2017: “Goat Health and Diseases”

26.10.2017

Kalle Hammarberg er sænskur dýralæknir sem hefur sérhæft sig í heilsufari geita og er vel þekktur í Svíþjóð fyrir starf sitt.

Hann hefur gefið út rit um sjúkdóma og heilsufar geitasem og sauðfjár, ætlað til kennslu í dýralækningum. Af þvi riti hefurverið gefin út sérútgáfa ætluð geitabændum. Einnig hefur hann verið meðhöfundur annara bóka um geitur og sauðfé.

Hann mun halda fyrirlestur sem hann kallar “Goat Health and Diseases” og verður fyrirlesturinn haldinn á ensku.
Fyrirlesturinn verður beindur til dýralækna og geitabænda og eru menn í þessum stéttum hvattir til að mæta enda er þetta einstakur viðburður á Íslandi.

Kalle Hammarbergvill gjarnan vita áður en hann kemur hvaða sjúkdómar og sníkjudýr angra mest geitur á Íslandi. Ef menn vilja senda fyrirspurn á Kalle fyrir 3. nóvember er velkomið að senda honum þær á eftirfarandi netfang:kalle.hammarberg@tele2.se og hann mun svara þeim á fyrirlestrinum.

Fyrirlesturinn verður haldinn í kennslustofunni Borg á Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri föstudaginn 3. nóvember kl. 13-17 og er öllum opinn.
Þátttökugjald er kr. 2000 fyrir félagsmenn GFFÍ en kr. 4000 fyrir utanfélagsmenn og greiðist á staðnum með peningum eða hægt að leggja inn á reikning félagsins fyrir fundinn: Kt.: 450312-1850, Rknr.0305-26-005566.

Kaffiveitinga innifaldar.
Á staðnum verður til sölu rit Kalle Hammarbergs: Getter, hälsovård och sjukdomar, kr. 3500 ætlað bændum. Ritið fyrir dýralækna verður einnig til sölu á kr. 4000.

Vinsamlega tilkynnið þátttöku í netfangið geit@geit.is eða í síma formannsins Sifjar 898-1124 fyrir 1. nóvember 2017.

Deila grein

Fleiri fréttir