Íslenska geitin

Um félagið
Talið er að geitfé hafi fyrst borist til Íslands með landnámsmönnum og hafi verið hér án innblöndunar í um 1100 ár. Ekki er mikið vitað um stöðu íslenska geitfjárstofnsins fyrstu árhundruð Íslandsbyggðar, enda lítið fjallað um geitfé í rituðum heimildum. Þó er minnst á geitfé í fornbókmenntum til dæmis í Snorra-Eddu, Ljósvetningasögu og Landnámu. Í Snorra-Eddu er sagt frá því að þrumuguðinn Þór átti tvo hafra þá Tanngrisnir og Tanngnjóstur sem drógu vagninn hans. Þar segir einnig frá geitinni Heiðrúnu en úr spenum hennar rann mjöður mikill sem bardagamenn Valhallar drukku af góðri lyst.
Skoða nánar
Hafrar & sæðingar
Varnarlínur vegna sauðfjárveikivarna hafa undanfarna áratugi hamlað flæði erfðaefnis milli geitahjarða víða um land sem hefur aukið mjög á skyldleikarækt í stofninum. Markmiðið er að safna hafrasæði frá sem flestum svæðum og færa á milli svæða
til að brjóta upp einangrun hjarða og sporna við hinni miklu skyldleikarækt sem hefur
gengið mjög á erfðabreytileika og lífvænleika stofnsins.

Afurðir
Geitfjáræktarfélagið heldur utan um allar framleiddar vörur og afurðir geitarinnar sem hægt er að nálgast og kaupa í gegnum vefinn.

Fréttir & greinar
-
Viðtal við formann Geitfjárræktarfélags íslands
Viðtal við formann Geitfjárræktarfélagsins, Sif Matthíasdóttur, í Bændablaðinu 7. tbl. 16. apríl 2015 bls.26 -27 http://www.bbl.is/files/pdf/bbl-7.-tbl.-2015-web.pdf
Lesa nánar -
Fyrirmyndargeit lýst árið 1932
Danski dýralæknirinn O.P.Pyndt lýsir fyrirmyndargeit þannig árið 1932: „Hæðin jöfn á herðakamb og malir,hryggurinn beinn og breiður, höfuðið langdregið og kjálkarnir sterkir,kollóttar fremur en hyrndar, eyrun mjó ogfínhærð, augun skær og svipmikil, brjóstholið rúmt og kviðurinn mikill,malir breiðar eða lítið…
Lesa nánar -
Minnum á bókina “Geitfjárrækt” eftir Birnu K. Baldursdóttur
Bókin er á rafrænu formi og lesist á netinu. Er öllum að kostnaðarlausu. Skyldulesning þeirra sem ætla að halda geitur. Geitfjárrækt
Lesa nánar -
Hafraskrá 2015 og sæðingar
Hafraskráin 2015 er komin á heimasíðuna og nú er lag að velja einhvern myndarlegan hafur til að rækta undan. Eindregið er hvatt til þess að geitabændur notfæri sér þennan möguleika til að minnka og koma í veg fyrir einrækt innan…
Lesa nánar -
Áhugavert netrit um geitaafurðir
Ritið sem er á ensku er 384 blaðsíður og hægt að lesa á netinu. Það fjallar um ýmis konar framleiðslu úr geitahráefni víðs vegar um heim og gæti virkað sem innblástur. Vörurnar eru gróflega flokkaðar í fernt: - hrávörur eins…
Lesa nánar -
Mjalta- eða kembingapallur
Mjaltapallur fyrir geitur sem getur einnig nýst sem kembingapallur og vafalaust fyrir margt annað. Smellið hér til að sjá teikningu af bandarískum palli.
Lesa nánar