Fréttir

Til aðildarfélaga sem eru með aðgang að skýrsluhaldskerfum BÍ

17.12.2016

Um komandi áramót verða ýmsar breytingar í starfsumhverfi okkar. Ein þeirra varðar skýrsluhaldskerfin sem Bændasamtökin reka. Þau fá nú verulega aukið vægi í búvörusamningum og samhliða því var nauðsynlegt að setja skriflegar reglur um aðgengi að kerfunum og meðferð gagna sem þau geyma. Í október sl. samþykkti stjórn BÍ eðfylgjandi reglur m.a. að undangenginni umsögn aðildarfélaga. Þær munu taka gildi um áramótin og þá um leið verða öll aðgangsréttindi endurskoðuð. Þeir sem núna eru með aðgang og vilja halda honum þurfa að sækja skriflega um hann að nýju á forsendum nýju reglnanna.

Vinsamlega kynnið ykkur þær vel og beinið í framhaldinu umsóknum til þjónustufulltrúa tölvudeildar BÍ,Guðlaugar Eyþórsdóttur (ge@bondi.is) eða Hallveigar Fróðadóttur ( hf@bondi.is).

Reglur Bí um aðgang í eigu og ábyrgð Bí

Deila grein

Fleiri fréttir

 • Merki Geitfjárræktarfélags Íslands fyrir afurðir

  Nú eru límmiðar fáanlegir hjá stjórn GFFÍ. Eins og fram hefur komið hefur verið unnið að því í sumar 2018 að búa til miða til notkunar fyrir framleiðendur geitaafurða. Þessir miðar eru nú tilbúnir til afgreiðslu hjá gjaldkera (laufbrekka@kjalarnes.is). Hver…

  Lesa nánar
 • Íslenska Geitin - Um Félagið

  Viðtal við formann Geitfjárræktarfélags íslands

  Viðtal við formann Geitfjárræktarfélagsins, Sif Matthíasdóttur, í Bændablaðinu 7. tbl. 16. apríl 2015  bls.26 -27 http://www.bbl.is/files/pdf/bbl-7.-tbl.-2015-web.pdf

  Lesa nánar
 • Fyrirmyndargeit lýst árið 1932

  Danski dýralæknirinn O.P.Pyndt lýsir fyrirmyndargeit þannig árið 1932: „Hæðin jöfn á herðakamb og malir,hryggurinn beinn og breiður, höfuðið langdregið og kjálkarnir sterkir,kollóttar fremur en hyrndar, eyrun mjó ogfínhærð, augun skær og svipmikil, brjóstholið rúmt og kviðurinn mikill,malir breiðar eða lítið…

  Lesa nánar