Marinerað geitalæri m/krækiberjakryddmauki

(uppskrift frá Þorbergsstöðum, Dalasýslu)

Krækiberjakryddmauk

600 gr krækiber

1 rauðlaukur saxaður

2-3 cm bútur engiferrót rifin

1 hvílauksgeiri saxaður

1-2 epli afhýdd og söxuð

1 dl vínedik

2 1/2 dl púðursykur

1 tsk sinnepsfræ (eða fennel)

½ tsk salt

1 dl rúsínur

Allt sett í pott og látið malla við vægan hita í 25-30 mín, hært í annars lagið. Þegar maukið er orðið kalt er því smurt á lærið og látið bíða í kæli í a.m.k. sólarhring. Eldað á hefðbundinn hátt í ofni. Borið fram með ofnbökuðu rótargrænmeti.