AÐALFUNDUR GEITFJÁRRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS

Verður haldinn 18. mars 2016  á veitingastaðnum Gott í Gogginn  Borgarmýri 1 Sauðárkróki kl 15:00.

Ath. lagabreytingar, tillaga að nýjum samþykktum HÉR.

Dagskrá aðalfundar er:

1. Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara.
2. Formaður flytur skýrslu stjórnar um störf á liðnu ári.
3. Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins.
4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.
5. Reikningar bornir undir atkvæði.
6. Búvörusamningar.
7. Lagabreytingar.
8. Árgjald ákveðið.
9. Kosningar.
10. Önnur mál.
11. Fundarslit.

Sameiginlegur kvöldverður verður kl 19:00 á sama stað.

3ja rétta forréttadiskur

Bleikjutartar á ferskum ananas, grafin smálúða, reykt geit ( hrá )

Borið fram með ristuðu brauði og viðeigandi sósum

Aðalréttur.
Lambakóróna m/bakaðri kartöflu, blómkáli, brokolí, gulrótum og villijurtasósu

Desert:

Rabarbarabaka m/vanilluískúlu og jarðaberi

Verð kr: 5.200.- pr mann

  Stjórnin.