Aðalfundur Geitfjárræktarfélags Íslands verður haldinn 18. mars 2016 á veitingastaðnum Gott í gogginn, Borgarmýri 1, Sauðárkróki.

Fundurinn hefst kl. 15. Allir félagar og geitavinir velkomnir.

Eftir fundinn verður hægt að skoða Gestastofu sútarans.

Kl. 19 verður sameiginlegur kvöldmatur og árshátíð á veitingastaðnum Gott í goginn.

Þeir sem vilja vera í kvöldmatnum vinsamlega skrái sig í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða síma 4537053 og ekki seinna en 15. mars.

Kaffiveitingar á fundinum kostar 500 krónur.

Kaffiveitingar á fundinum og matur um kvöldið kosta 5200 krónur.

Þetta er matseðillinn:
3ja rétta forréttadiskur:
Bleikjutartar á ferskum ananas, grafin smálúða, reykt geit ( hrá )
Borið fram með ristuðu brauði og viðeigandi sósum
Aðalréttur:
Lambakóróna m/bakaðri kartöflu, blómkáli, brokolí, gulrótum og villijurtasósu
Eftirréttur:
Rabarbarabaka m/vanilluískúlu og jarðaber