Aðalfundur félagsins var haldinn að Háafelli 21. mars s.l. Venjuleg aðalfundarstörf fóru fram og má sjá nánar um það í Aðalfundargerð. Að loknum aðalfundi flutti Anna Jóhanna Hilmardóttir áhugavert erindi um geitur í sögum og trú mannna. M.a. hvar geitur eru t.d. nefndar í Brennu Njáls sögu, Grímnismálum og fleiri ljóðum. Veitingar á fundinum voru mikils til afurðir af geitum, geitaostar sem að húsráðandi Jóhanna B. Þorvaldsdóttir hafði lært að gera í Svíþjóð í vetur, geitapylsur hennar og  geitahangikjet frá Keldudal. Einnig fínar tertur úr öðrum landbúnaðarvörum. Nýjir og gamlir félagar voru á fundinum og voru allir á sama máli að spennandi og annasamir tímar eru í vændum fyrir geitabúskap á Íslandi. Heiðursfélagi var útnefndum á fundinum Ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur og eru þeir nú tveir heiðurfélagarnir: Ólafur og Sigurður Sigurðarson dýralæknir.