Nú förum við að ná seinustu metrunum á þessu ári.

 

Það sem hefur verið gert í þessu félagi er ýmislegt, en mætti vera meira. Það hafa verið haldnir nokkrir fundir í stjórn. Hlutirnir ræddir og aðrir fundir undirbúnir.

Það voru könnunar viðræður varðandi aðildar möguleika við L.S. (Landsamband sauðfjárbænda). Síðar kom í ljós að það félag hafði svo sem engan áhuga á að hleypa okkur inn nema þá sem ígildi eins sauðfjárfélags í viðbót. Það var því ekki farið lengra með þær viðræður.

 

Guðni Indriðason, Birna Baldursd. ásamt undirritaðri fóru á fund með formanni B.Í. Sindra Sigurgeirsson og framkvæmdast. Eirík Blöndal til að kanna möguleika á því að gerast aðilar að BÍ sem Geitfjárræktarfélag. Þar kom fram að áhugi er á að koma skýrsluhaldi á rafrænt form og verið er að vinna í því hjá BÍ. Þær viðræður fóru þannig að það var sent inn bréf um aðildarósk. Umsóknin hefur verið tekin fyrir í stjórn BÍ og var vísað til Búnaðarþings, sem kemur saman í mars 2015. Það verður því komið í ljós hvernig okkur verður tekið á þeim vettvangi fyrir aðalfund okkar sem skal vera haldinn fyrir 15 apríl samkv. samþykktum Geitfjárræktarfélagsins.

Anna María Geirsd. stóð sig vel í að reka á eftir plakatinu varðandi geitar litina. Það hefur verið gefið út eins og þið sjálfsagt vitið og er til sölu hjá B.Í.

 

Ég fór ásamt eiginmanni og öðrum frá samtökum Slowfood til Ítalíu á ráðstefnu/sýningu. Það var mjög áhugavert. Þar var geitin meðal annars kynnt og framtíðar vandamál og horfur.

 

Meiru fé hefur verið veitt til erfðafjárnefndainnar. Þannig að greiðslum til þeirra sem skila skírslum um geitfjárhald munu aukast. Því hvet ég alla þá sem halda geitfé að skila skýrslum. Það eru einungis tveir þriðju þeirra sem halda geitur sem skila skýrslum. Þannig að við geitabændur getur staðið okkur betur.

Það er nauðsynlegt til að hafa yfirlit um fjölda og ástand stofnsins. Sömuleiðis hvet ég þá sem framleiða afurðir úr geitunum endilega skila inn tölur um hversu miklu er slátrað, heimtekið o.s.frv.

 

Til fróðleiks, þá erum við þrjár í starholunum við að senda geitaull til hreinsunnar og vinnslu til í Noregs, þ.e. Bettina, Anna María og ég. Þar njótum við góðrar tilsagnar og kunnáttu Önnu Maríu. Kærar þakkir fyrir það Anna María. Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því..

 

Það eru næg verkefni framundan fyrir þá sem hafa tíma og getu.

Frétts hefur af því að kiðaskrokkum sé hent í sláturhúsum sem horlömbum því viðkomandi dýralækir gerði sér ekki grein fyrir um hvaða skepnu var um að ræða. Þar er verk að vinna bæði varðandi kjötmat og mjólkurmatið. Við viljum framleiða lúxussvörur.

Ég legg til að við höldum aðalfundinn okkar á vesturlandi árið 2015. Búið að halda hann fyrir norðan, austan og á suðvesturhorninu. Gott væri að fá að vita hvað ykkur finnst með það.

Ég vona að árið sem er að líða hafi verið ykkur öllum gott veturinn verið blíður og góður.

 

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsælst nýs árs 2015.

Sif Matthíasdóttir formaður