Fyrstu kiðlingarnir í Keldudal, Skagafirði fæddust 5. apríl  þetta vorið. Þeir eru einnig fyrstu kiðlingar í Keldudal  hvers faðir er utansveitarhafur. Hann er Smári frá Háafelli í Borgarfirði en móðirin er Venus frá Keldual. Notast var við tæknifrjóvgun.  Kiðlingarnir eru huðna og hafur og voru þau lúin eftir burðinn, sérstaklega hafurinn, sá grái,  en þau fengu magaslöngu og pela og voru komin á spena innan tíðar. Eigandi er Þórarinn Leifsson bóndi í Keldudal.

keldudalskid14