Búið er að setja lög í Noregi sem banna að villt sauðfé séu fóðrað á húsi. Þennan stofn má ekki kynbæta. Tilgangurinn er að halda í upprunaleg einkenni villifjárins og koma í veg fyrir að það líkist ræktuðu sauðfé um of. Norska villiféð er mjög líkt útigangsfé sem til skamms tíma var til á Íslandi.


Baðstofureykt kjöt

Það er alls ekki erfitt að finna í Ósló hangikjöt, sem er kallað baðstofureykt lambakjöt, og líkist hinu íslenska mjög. En það er mikill munur á hangikjöti og hangikjöti. Betri búðir bjóða upp á hangikjöt af útigangsfé og þar verða neytendur oft að greiða meira en tvöfalt verð fyrir það á við kjöt af venjulegum túnrollum. Í Noregi fjölgar nú ört í hjörð útigangsfjár, sem má samkvæmt lögum má ekki í hús árið um kring nema í neyð.

Talið einskis virði

Þetta er náið frændfé þess sem var fellt var í Tálknafirði fyrir nokkrum árum og mikið var fjallað um. Þá lýstu búfræðingar því yfir að sá stofn villifjár væri einskis virði enda kjötminni en rækað fé. Sú var og áður skoðun norskra búfræðinga. Fyrir nokkrum árum voru aðeins fáeinar kindur eftir á einu útskeri og lifðu þar af fjörubeit. Björgun fjárins hófst árið 1995 og núna eiga um 400 bændur villifé.

Kílóið á 9 þúsund

Eftir að norska villifénu var bjargað hafa afurðir þess verið seldar á ofurverði - hangikjötskílóið núna á 9000 íslenskar krónur og lambasteikin oft á þreföldu verði á við ræktaða stofna. Lömbin eru þó háfætt og rýr og létt og fallþunginn aðeins um helmingur þess sem er af nútíma ræktuðu sauðfé á Íslandi.

Verndað að lögum

Núna er þetta norska villifé verndað að lögum. Búið er að setja reglugerð um bann við fóðrun á húsi og um hámarksþyngd. Ekki má rækta þennan stofn með kynbótum til þess að halda í upprunaleg einkenni og til að geta selt kjötið á tvöföldu til þreföldu verði á við kjöt af ræktuðu fé.

Frétt af ruv.is