Það virðist vera sem geitfjárrækt sé búgrein í örum vexti í Noregi því mun fleiri fengu að kaupa geitamjólkurkvóta þar á þessu ári en undanfarin ár. Nú hefur um 250 þúsund lítrum verið deilt á rúmlega 113 umsækjendur en margir geitabændanna eru að bæta við sig í mjólkurframleiðslunni.

Hver kaupandi fær að kaupa grunnkvóta upp á 800 lítra. Þar standa geitabændur í Norður-Noregi best því þeir hafa leyfi til að kaupa 15,3% að auki ofan á 800 lítrana en árið 2009 fengu þeir einungis að kaupa 1,09% ofan á grunnkvótann. Greinileg mismunun hefur verið milli landshluta því geitabændur í Suður-Noregi fengu aðeins að kaupa 367 lítra hver en nú fá þeir að kaupa grunnkvótann upp á 800 lítra eins og samlandar þeirra í norðri. Að auki fá þeir að kaupa 2,6% ofan á 800 lítrana.

Grein af bbl.is byggð á  /Nationen