Geitfjárræktarfélags íslands fagnaði 20 ára afmæli sínu á aðalfundi sínum sem haldinn var sl. laugardag hjá Búgarði á Akureyri. Ný stjórn félagsins er þannig skipuð: Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, Háafelli Borgarbyggð er formaður, Stefanía Sigurðardóttir, Vorsabæ 2 Skeiðum er ritari og Helgi H Bragason, Setbergi, Fellum er gjaldkeri. Þá er Gunnar Júlíus Helgason, Vogum Vatnsleysuströnd meðstjórnandi, auk Hallveigar Guðmundsdóttir, frá Húsdýragarði Reykjavíkurborgar. 

johanna_b_thorhallsdottirAð sögn Jóhönnu var á fundinum farið yfir liti íslensku geitarinnar og heiti litanna, en stefnt er á að ljúka gerð veggspjalds með geitalitum innan tíðar.  „Þar sem geitur voru orðnar æði fáar á landinu fækkaði litaafbrigðum einnig, en nú þegar aftur fjölgar í stofninum skjóta upp kollinum ýmsir fallegir litir sem taldir voru horfnir og því er mikilvægt að samræma heiti á þeim.

Umræður voru um aukinn áhuga á afurðum geita og mikilvægi þess að geitaræktendur standi saman og nái að tengjast betur sín á milli, t.d. með aukinni notkun á heimasíðu félagsins, www.geit.is.  Anna María Lind Geirsdóttir textillistakona kynnti verkefni sitt um geitafiðu (kasmír) og hefur hún unnið mikið og óeigingjarnt starf við að leita leiða til að nýta fiðuna og að láta rannsaka gæði hennar.  Einnig var kynnt nýtt merki félagsins sem Anna María hannaði og gaf félaginu.  Að síðustu var rætt um sæðingar en í fyrra var í fyrsta sinn safnað 8 höfrum á sæðingastöð og nú í ár bætast þrír nýir hafrar við til sæðistöku. Skipulagning þess starfs hefur mest verið í höndum Birnu Baldursdóttur hjá Erfðalindasetri.“

Að sögn Jóhönnu hefur geitum og geitaeigendum fjölgað til muna á síðustu 2-3 árum. Geiturnar voru um 730 á vetrarfóðrum síðasta vetur hjá 64 eigendum, en félagar í Geitfjárræktarfélaginu eru orðnir 80.

Á meðfylgjandi mynd sker Jóhanna B. Þorvaldsdóttir, formaður félagsins, afmæliskökuna.

Frétt af bbl.is