ÓSK HEFUR borist frá Skotlandi um kaup á geitum hér á landi og Norðmenn hafa einnig sýnt því áhuga að kaupa geitur héðan. Ekki eru nema liðlega 300 geitur til í landinu en þær voru 3.000 árið 1930. Það er Hilmar Sigurðsson bóndi á Langárfossi í Borgarfirði sem hinir erlendu aðilar hafa leitað til. Hann er með um 60 geitur ásamt öðrum búskap og hefur lagt mikla rækt við að kynbæta íslenska geitastofninn undanfarin ár. Hilmar segir að þessi viðleitni hafi hins vegar mætt litlum skilningi hjá stjórnendum landbúnaðarmála.

Meira um þessa frétt á mbl.is 28.11.1993