Nú er runnin upp sú stund að heimasíða Geitfjárræktarfélags Íslands er orðin að veruleika. Vonast ég til þess að hún eigi eftir að nýtast til miðlunar upplýsinga og fróðleiks fyrir alla þá sem áhuga hafa á geitum og geitfjárrækt. Einnig vonast ég til þess að hún muni nýtast sem samskiptavefur þar sem fólk getur miðlað upplýsingum og skipst á skoðunum.

Með bestu kveðjum
Jóhanna B. Þorvaldsdóttir
Form. Geitfjárræktarfélags Íslands