Um komandi áramót verða ýmsar breytingar í starfsumhverfi okkar. Ein þeirra varðar skýrsluhaldskerfin sem Bændasamtökin reka. 
Þau fá nú verulega aukið vægi í búvörusamningum og samhliða því var nauðsynlegt að setja skriflegar reglur
um aðgengi að kerfunum og meðferð gagna sem þau geyma. Í október sl. samþykkti stjórn BÍ meðfylgjandi reglur m.a. 
að undangenginni umsögn aðildarfélaga. Þær munu taka gildi um áramótin og þá um leið verða öll aðgangsréttindi endurskoðuð.
Þeir sem núna eru með aðgang og vilja halda honum þurfa að sækja skriflega um hann að nýju á forsendum nýju reglnanna.

 Vinsamlega kynnið ykkur þær vel og beinið í framhaldinu umsóknum til þjónustufulltrúa tölvudeildar BÍ,Guðlaugar Eyþórsdóttur ( This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ) eða Hallveigar Fróðadóttur ( This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ). 

Reglur Bí um aðgang í eigu og ábyrgð Bí